Vindgnauð Orri Páll Jóhannsson skrifar 3. október 2022 11:02 Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Alþingi Orkumál Vindorka Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar