Jón Spæjó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 1. október 2022 07:01 Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi. Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið. Dómsmálaráðherra sprettur fram eins og stálfjöður í fjölmiðlum vopnaður nýju lagafrumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hann segir að frumvarpið sé tilbúið í dómsmálaráðuneytinu. Það eigi bara enn eftir að líta dagsins ljós. Hvernig sem það kemur heim og saman. Hugsanlega þolir frumvarpið bara ekki dagsljósið. Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell. Þessi krafa að löggjafinn veiti lögreglunni heimild til þess að njósna um borgaranna án aðkomu dómstóla og gruns um að afbrot hafi verið framið er ekki ný af nálinni. Hún hefur margoft komið fram áður og yfirleitt sem svar við kalli lögreglunnar ,,Úlfur, Úlfur”. Í dag eru það hryðjuverk. Á morgun stórhættulegir blaðamenn sem ógna þjóðaröryggi með fréttaflutningi um landið og miðin og fyrir 10 árum voru það Hells Angels. Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið. Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar