Bílar

Polestar 3 verður frumsýndur í október

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Polestar 3.
Polestar 3.

Sænski bílaframleiðandinn Polestar mun frumsýna nýjustu viðbótina í sínu framboð í Kaupmannahöfn, þann 12. október næstkomandi. Um er að ræða rafjepplinginn Polestar 3.

Polestar 3 er byggður á rafmögnuðum tæknigrunni sem er þróaður af Volvo Cars og státar af nýjustu tækni. Meðal þess sem um ræðir eru ýmis öryggiskerfi frá Volvo, kjarnatölva frá NVIDIA og aðrar lausnir frá birgjum á borð við Zenseact, Luminar og Smart Eye.

„Við urðum að spyrja okkur: Hvernig ætti nútíma jeppi að líta út? Polestar 3 skilgreinir jeppann fyrir rafmagnsöldina og við hönnun hans horfðum við á nokkur grundvallaratriði, hlutföll, stöðu og loftaflfræði,“ segir Thomas Ingenlath forstjóri Polestar.

Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu.

Performance pakkinn býður upp á 380 kW og 910 Nm hámarksafköst, ásamt Polestar Engineered undirvagnsstillingu fyrir sívirka dempara og loftfjöðrun. Sænskar gyllingar frá Polestar fylgja pakkanum, þar á meðal á ventlalokum, öryggisbeltum og laserljósalista að innan.

Þá segir í tilkynningu frá Polestar vegna frumsýningarinnar:

Aksturseiginleikar eru lykilatriði fyrir Polestar, með áherslu á meira en eingöngu beinlínuhröðun. Í upphafi eru allar útgáfur fjórhjóladrifnar, tvískipt aflrás með rafdrifnu „torque vectoring“ sem tengt er aftari rafmótor með tvíkúplingu. Staðalbúnaður er aðlagandi fjöðrunarkerfi með tveggja hólfa loftfjöðrun og sívirkum dempurum, sem gerir Polestar 3 kleift að skipta á milli þæginda og stífrar fjöðrunar og aðlaga demparana að aðstæðum á vegum á tveggja millisekúndna fresti (500 Hz).

„Það er þessi skjóti eiginleiki til að breytast úr þægilegum „krúser“ í beittan, lipran akstursbíl á augnabliki sem gerir Polestar 3 sérstakan sem rafknúinn akstursjeppa. Hann nýtur líka góðs af lágum þyngdarpunkti og miklu hjólabili fyrir fullkominn stöðugleika og spennandi tilfinningu undir stýri,” hélt Thomas Ingenlath áfram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.×