Bílar

EQ-sýning í nýju húsnæði Mercedes-Benz

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rafbílar frá Mercedes.
Rafbílar frá Mercedes.

Það verður rafmögnuð stemmning á Krókhálsi 11 á morgun, laugardag þar sem Bílaumboðið Askja mun halda sérstaka EQ-sýningu milli kl. 12-16.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju.

Rafmögnuð vörulína Mercedes-EQ verður til sýnis og er sýningin hluti af opnun á nýjum og glæsilegum sýningarsal Mercedes-Benz sem hefur verið hannaður samkvæmt nýjustu stöðlum framleiðandans.

Bílarnir í sýningarsalnum verða allir í silfruðu litaþema sem tileinkað er hinum goðsagnakennda Silver Arrow kappakstursbíls, en saga litarins á rætur sínar að rekja allt til ársins 1934 sem er talið marka upphafið af vinsældum silfurlitar í bílaframleiðslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.