Guðrún tekur við af Ástu sem framkvæmdastjóri Krónunnar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 12:36 Guðrún Aðalsteinsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni og þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf í dag. Hún tekur við af Ástu Sigríði Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir.
Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35