Ásta ráðin forstjóri Festi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 17:35 Ásta mun fyrst um sinn gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar samhliða forstjórastöðunni. Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Áður en Ásta tók við starfi framkvæmdastjóra Krónunnar var hún framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2017. „Fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri greininga- og umbreytingaverkefni. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar og sóknartækifæri Þá er haft eftir Guðjóni Reynissyni, stjórnarformanni Festi, að mikill styrkur sé að fá Ástu til félagsins. „Framundan eru spennandi tímar og mikil sóknartækifæri. Ásta hefur bæði reynslu af rekstri í smásölugeiranum eftir árin hjá Krónunni en jafnframt alþjóðlega reynslu í stefnmótun og umbótaverkefnum fyrir stórfyrirtæki í öðrum geirum. Við erum stolt af því að fá jafn öfluga konu til að leiða fyrirtækið,“ er haft eftir Guðjóni. Þá er haft eftir Ástu að hún sé þakklát fyrir traustið, enda starfi rekstrarfélög Festi á spennandi og síkvikum mörkuðum, sem hafi raunveruleg áhrif á lífskjör íslensk almennings. „Ábyrgð okkar sem þar störfum er því mikil og ljóst að vegferð félagsins þarf að vera í stöðugri þróun. Það eru forréttindi að fá að vinna áfram með öllu því öfluga fólki, sem starfar innan Festi og rekstrarfélaganna,“ er haft eftir Ástu. Rekstrarfélög Festi eru N1 ehf., ELKO ehf., Krónan ehf., Festi fasteignir ehf., Bakkinn vöruhótel ehf. og N1 Rafmagn ehf. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að Ásta hefði keypt tæplega 20 milljóna króna hlut í Festi, og greitt 208 krónur á hlut. Ný stjórn tók við í sumar Í júní tilkynnti Festi að Eggert Þór Kristófersson, þáverandi forstjóri, hefði sagt starfi sínu lausu. Síðar var greint frá því að stjórn félagsins hefði haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Í kjölfarið kölluðu hluthafar eftir hluthafafundi, vegna óánægju með starfslok hans. Ný stjórn var kjörin á fundinum, þar sem tveir stjórnarmenn héldu sætum sínum en þrír nýir voru kjörnir inn. Festi Kauphöllin Vistaskipti Verslun Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Áður en Ásta tók við starfi framkvæmdastjóra Krónunnar var hún framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2017. „Fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri greininga- og umbreytingaverkefni. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar og sóknartækifæri Þá er haft eftir Guðjóni Reynissyni, stjórnarformanni Festi, að mikill styrkur sé að fá Ástu til félagsins. „Framundan eru spennandi tímar og mikil sóknartækifæri. Ásta hefur bæði reynslu af rekstri í smásölugeiranum eftir árin hjá Krónunni en jafnframt alþjóðlega reynslu í stefnmótun og umbótaverkefnum fyrir stórfyrirtæki í öðrum geirum. Við erum stolt af því að fá jafn öfluga konu til að leiða fyrirtækið,“ er haft eftir Guðjóni. Þá er haft eftir Ástu að hún sé þakklát fyrir traustið, enda starfi rekstrarfélög Festi á spennandi og síkvikum mörkuðum, sem hafi raunveruleg áhrif á lífskjör íslensk almennings. „Ábyrgð okkar sem þar störfum er því mikil og ljóst að vegferð félagsins þarf að vera í stöðugri þróun. Það eru forréttindi að fá að vinna áfram með öllu því öfluga fólki, sem starfar innan Festi og rekstrarfélaganna,“ er haft eftir Ástu. Rekstrarfélög Festi eru N1 ehf., ELKO ehf., Krónan ehf., Festi fasteignir ehf., Bakkinn vöruhótel ehf. og N1 Rafmagn ehf. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að Ásta hefði keypt tæplega 20 milljóna króna hlut í Festi, og greitt 208 krónur á hlut. Ný stjórn tók við í sumar Í júní tilkynnti Festi að Eggert Þór Kristófersson, þáverandi forstjóri, hefði sagt starfi sínu lausu. Síðar var greint frá því að stjórn félagsins hefði haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Í kjölfarið kölluðu hluthafar eftir hluthafafundi, vegna óánægju með starfslok hans. Ný stjórn var kjörin á fundinum, þar sem tveir stjórnarmenn héldu sætum sínum en þrír nýir voru kjörnir inn.
Festi Kauphöllin Vistaskipti Verslun Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira