Guðrún tekur við af Ástu sem framkvæmdastjóri Krónunnar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 12:36 Guðrún Aðalsteinsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni og þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf í dag. Hún tekur við af Ástu Sigríði Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar. Þar segir að Guðrún hafi starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar. „Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem forstöðumaður hjá Icelandair á rekstrarsviði þar sem hún var ábyrg fyrir m.a. sölu og þjónustu í flugvélum félagsins, vöruþróun, innkaupum, birgðastýringu og framleiðslu því tengdu. Hún hefur enn fremur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.“ Haft er eftir Ástu Sigríði að það sé mikill ávinningur og styrkur fyrir Festi að fá Guðrúnu til að leiða Krónuna. „Hún þekkir vegferð Krónunnar og sókn á mörgum sviðum s.l. ár einstaklega vel og við treystum henni til að halda því starfi áfram í samstarfi við okkar samhenta og öfluga starfsfólk. Guðrún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu ásamt skýrri sýn sem mun nýtast vel í því umhverfi sem við störfum í,“ segir Ásta Sigríður. Þá er haft eftir Guðrúnu að hún sé fyrst og fremst þakklát því trausti sem henni sé sýnt að fá að leiða Krónuna og þann góða hóp fólks sem þar starfi. „Ég hef fengið tækifæri til að kynnast Krónunni síðastliðin tvö ár og þekki því af reynslu hversu mikil þekking, kraftur og metnaður býr innan fyrirtækisins. Framundan eru virkilega spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það eru forréttindi að fá að gera það með frábærum samstarfsfélögum Krónunnar sem og innan samstæðu Festi,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir.
Vistaskipti Verslun Festi Kauphöllin Tengdar fréttir Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. 7. september 2022 17:35
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent