Viðskipti innlent

Þórunn Odd­ný nýr skrif­stofu­stjóri hjá for­stjóra Land­spítala

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þórunn Oddný Steinsdóttir, nýr skrifstofustjóri (t.v.) og Anna Sigrún Baldursdóttir fráfarandi skrifstofustjóri.
Þórunn Oddný Steinsdóttir, nýr skrifstofustjóri (t.v.) og Anna Sigrún Baldursdóttir fráfarandi skrifstofustjóri. Landspítalinn, Reykjavíkurborg

Þórunn Oddný Steinsdóttir tekur við af Önnu Sigrúnu Baldursdóttur sem skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra hjá Landspítalanum. Þórunn er lögfræðingur og hefur starfað sem staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. 

Auk þess hefur Þórunn starfað undanfarin átta ár sem sérfræðingur hjá spítalanum en forveri hennar í starfi Anna Sigrún Baldursdóttir lætur af störfum þann 1. október. Hún starfaði í níu ár sem aðstoðarmaður forstjóra spítalans og síðar sem framkvæmdastjóri. 

Anna Sigrún hefur verið ráðin sem skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur ríka reynslu af því að vera stjórnandi í opinberri þjónustu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.