Að taka í handbremsuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. september 2022 09:00 Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Stundum getur staða manns í skák litið vel út á yfirborðinu en samt er taflið eiginlega tapað þar eð það er eingöngu andstæðingurinn sem getur þróað og bætt stöðu sína. Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, t.d. með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn. Skák Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti stjórnmálaflokkur landsins frá því að hann var stofnaður árið 1929. Flokkurinn hefur verið burðarstólpi í þróun íslensks samfélags. Lengst af var hann með hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á landsvísu var kjörfylgi hans oft og einatt nálægt 40%. Þessir tímar virðast liðnir. Síðast komst flokkurinn yfir 30% á landsvísu í alþingiskosningum árið 2007 og síðast komst hann yfir 40% í borgarstjórnarkosningum árið 2006. Fylgið hefur staðnað eða dvínað en samt heldur flokkurinn stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins. Lægsta fylgi hans í borgarstjórnarkosningum var núna sl. vor og í síðustu tvennum alþingiskosningum árin 2017 og 2021 hlaut hann sína verstu útkomu, að frátöldum kosningunum sem haldnar voru skömmu eftir efnahagshrunið haustið 2008, þ.e. vorið 2009. Tölfræði er eitt, félagslegur veruleiki er annað. Að mínu mati býr Sjálfstæðisflokkurinn enn yfir þreki til að snúa taflinu við. Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf. Framboð til ritara Sjálfstæðisflokksins Á þeim stutta tíma sem ég unnið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálamaður hef ég sannfærst um að þar sé auðugur garð að gresja af fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að flokkurinn dafni og vaxi. Þennan mannauð þarf hins vegar að virkja með markvissari hætti. Ófáar hugmyndir hef ég í þeim efnum og það er helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Framboð mitt byggir einnig á þeirri forsendu að fulltrúi grasrótar flokksins eigi að vera á meðal þeirra sem gegna æðstu embættum flokksins og að það sé kostur að þar sé fulltrúi sveitarstjórnarstigsins en ekki að í öllum þeim embættum sitji alþingismenn og ráðherrar. Að lokum, mitt mat er að óbreyttu haldi fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna. Fyrir því eru engin knýjandi rök. Mitt framboð til ritara flokksins snýst öðrum þræði um að benda á þá þörf að flokkurinn grípi í handbremsuna og efni til ærlegra skoðanaskipta í því skyni að efla fylgi sitt. Með réttum viðbrögðum núna er nefnilega hægt að snúa vörn í sókn. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun