Handbolti

Ís­lendingarnir mikil­vægir í góðum sigri Ribe-Esb­jerg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images

Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann sex marka sigur á Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 31-25.

Heimamenn voru sterkari aðilinn frá upphafi en leikurinn var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Þegar honum var lokið var Ribe-Esbjerg með tveggja marka forystu, staðan þá 16-14.

Munurinn jókst hægt og bítandi í síðari hálfleik og á endanum vann heimaliðið öruggan x marka sigur, lokatölur 31-25.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot í dag og var með 30 prósent markvörslu. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og Arnar Birkir Hálfdánarson var með 100 prósent skotnýtingu úr sínum tveimur skotum.

Með sigrinum fer Ribe-Esbjerg upp í 4. sæti deildarinnar með sjö stig, aðeins einu minna en topplið Álaborgar, GOG og Kolding. Fyrri tvö eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×