Ný Toyota skorar Tesla Model 3 á hólm Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. september 2022 07:00 Toyota bZ stallbakurinn sem væntanlega mun heita bZ3. Toyota kynnti nýlega rafbíl sem líklega mun bera nafnið bZ3 og er ætlað að koma á markað í Evrópu eftir að verða fyrst settur á markað í Kína. Bíllinn er einn af þeim fyrstu í einni umfangsmestu rafvæðingu sögunar hjá einum og sama framleiðandanum. Toyota hefur lengi talað fyrir því að rafvæðing sé ekki eina leiðin til að ná fram markmiðum um umhverfisvænni samgöngur. En á sama tíma er Toyota á barmi þess að setja fjölda rafbíla á markað. Það verður nauðsynlegt ef framleiðandinn ætlar að halda sér í umræðunni og ekki sitja eftir á meðan bransinn breytist. Samkeppnin er hörð. Stórir framleiðendur eins og Volkswagen, Kia, Hyundai og Stellantis hafa allir þegar sett rafbíla á markað og standa því skör framar en Toyota eins og staðan er. Myndband af YouTube síðunni Real Channel Automotive sem virðist sýna myndir af bZ3 sem hafa lekið frá Toyota. Flaggskipið frá Toyota verður jepplingur á stærð við Rav4 sem heitir bZ4X og framundan er að framleiða fyrstu bílana. Enn er óvíst hvenær viðskiptavinir fá fyrstu bílana. Þegar Toyota kynnti plön sín um rafvæðingu í lok síðasta árs, sagði framkvæmdastjóri Toyota, Akio Toyoda að stallbakur yrði næstur í bZ línunni. Bíllinn mun væntanlega koma til Evrópu á árinu 2024. Markmiðið verður að skora Tesla Model 3 á hólm og stela markaðshlutdeild frá öðrum framleiðendum sem einnig ætla sér að koma með bíla í sambærilegum stærðarflokki á markað á næstu mánuðum og árum. Bíllinn er unninn í samstarfi við BYD sem er kínverkst fyrirtæki sem býr yfir rafhlöðutækni sem heitir Blade og er litíum járnfosfat rafhlaða, þær rafhlöður taka minna pláss en aðrar sem eru nú notaðar og gæti bíllinn grætt innra rými á því. Drægni verður um 420 kílómetrar. Rafhlaðan er 64,5 kWh og bíllinn er hannaður með skilvirkni í huga. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistvænir bílar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Toyota hefur lengi talað fyrir því að rafvæðing sé ekki eina leiðin til að ná fram markmiðum um umhverfisvænni samgöngur. En á sama tíma er Toyota á barmi þess að setja fjölda rafbíla á markað. Það verður nauðsynlegt ef framleiðandinn ætlar að halda sér í umræðunni og ekki sitja eftir á meðan bransinn breytist. Samkeppnin er hörð. Stórir framleiðendur eins og Volkswagen, Kia, Hyundai og Stellantis hafa allir þegar sett rafbíla á markað og standa því skör framar en Toyota eins og staðan er. Myndband af YouTube síðunni Real Channel Automotive sem virðist sýna myndir af bZ3 sem hafa lekið frá Toyota. Flaggskipið frá Toyota verður jepplingur á stærð við Rav4 sem heitir bZ4X og framundan er að framleiða fyrstu bílana. Enn er óvíst hvenær viðskiptavinir fá fyrstu bílana. Þegar Toyota kynnti plön sín um rafvæðingu í lok síðasta árs, sagði framkvæmdastjóri Toyota, Akio Toyoda að stallbakur yrði næstur í bZ línunni. Bíllinn mun væntanlega koma til Evrópu á árinu 2024. Markmiðið verður að skora Tesla Model 3 á hólm og stela markaðshlutdeild frá öðrum framleiðendum sem einnig ætla sér að koma með bíla í sambærilegum stærðarflokki á markað á næstu mánuðum og árum. Bíllinn er unninn í samstarfi við BYD sem er kínverkst fyrirtæki sem býr yfir rafhlöðutækni sem heitir Blade og er litíum járnfosfat rafhlaða, þær rafhlöður taka minna pláss en aðrar sem eru nú notaðar og gæti bíllinn grætt innra rými á því. Drægni verður um 420 kílómetrar. Rafhlaðan er 64,5 kWh og bíllinn er hannaður með skilvirkni í huga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistvænir bílar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent