Ted Lasso mætir í FIFA 23 Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 22:21 Sudeikis er sagður hæstánægður með viðbótina í tölvuleiknum. Getty/David M. Benett FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23. EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games. Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games.
Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira