„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 12:30 Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC. @pauchandballofficiel Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024. Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti