Formúla 1 fjölgar keppnum og þær hafa aldrei verið fleiri en verða á næsta ári Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2022 22:01 Tímabilið í Formúlu 1 á næsta ári verður það lengsta í sögu íþróttarinnar. Eric Alonso/Getty Images Forráðamenn Formúlu 1 staðfestu í dag að á næsta ári verði 24 keppnir á tímabilinu og að aldrei hafi fleiri keppnum verið komið fyrir á einu tímabili í íþróttinni. Keppnunum fjölgar því um tvær á milli ára, en á yfirstandandi tímabili keppa liðin og ökumennirnir í 22 skipti. Franski kappaksturinn dettur þó út á næsta ári en í staðin verður keppt í Katar og Kína á ný, ásamt því að Las Vegas-kappaksturinn kemur nýr inn. Þetta lengsta tímabil íþróttarinnar frá upphafi hefst í Barein þann 5. mars og lýkur í Abú Dabí tæpum níu mánuðum síðar, þann 26. nóvember. Las Vegas-kappaksturinn verður sá næst seinasti í röðinni, haldinn þann 18. nóvember. Kínverski kappaksturinn verður hins vegar haldinn þann 16. apríl, en hann hefur ekki verið haldinn seinustu þrjú ár vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þá eru einnig enn nokkrar efasemdir um það hvort yfir höfuð verði hægt að halda kínverska kappaksturinn á næsta ári þar sem útgöngubann er sumstaðar enn í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn Formúlu 1 bíða því enn eftir svari frá kínverkum yfirvölum um það hvernig tekið verði á jákvæðum kórónuveiruprófum áður en kappaksturinn verður endanlega staðfestur. Introducing the 2023 F1 Calendar 👀Get set for a record-breaking 24 races next season!#F1 pic.twitter.com/t6Jl521H1G— Formula 1 (@F1) September 20, 2022 Forráðamenn Formúlu 1 hafa þó ekki gefið neitt út um það hvaða helgar hinar svokölluðu sprettkeppnir muni fara fram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra eru sprettkeppnirnar styttri keppnir, haldnar degi fyrir keppnina sjálfa, og gefa ökumönnum stig ásamt því að ákvarða rásröð í keppninni sjálfri. Forráðamenn Formúlunnar og liðin innan hennar samþykktu í vor að fjölga sprettkeppnum úr þrem í sex á næsta tímabili, en Mohammed ben Sulayem, forseti FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) hefur hingað til komið í veg fyrir þá fjölgun. Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Keppnunum fjölgar því um tvær á milli ára, en á yfirstandandi tímabili keppa liðin og ökumennirnir í 22 skipti. Franski kappaksturinn dettur þó út á næsta ári en í staðin verður keppt í Katar og Kína á ný, ásamt því að Las Vegas-kappaksturinn kemur nýr inn. Þetta lengsta tímabil íþróttarinnar frá upphafi hefst í Barein þann 5. mars og lýkur í Abú Dabí tæpum níu mánuðum síðar, þann 26. nóvember. Las Vegas-kappaksturinn verður sá næst seinasti í röðinni, haldinn þann 18. nóvember. Kínverski kappaksturinn verður hins vegar haldinn þann 16. apríl, en hann hefur ekki verið haldinn seinustu þrjú ár vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þá eru einnig enn nokkrar efasemdir um það hvort yfir höfuð verði hægt að halda kínverska kappaksturinn á næsta ári þar sem útgöngubann er sumstaðar enn í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn Formúlu 1 bíða því enn eftir svari frá kínverkum yfirvölum um það hvernig tekið verði á jákvæðum kórónuveiruprófum áður en kappaksturinn verður endanlega staðfestur. Introducing the 2023 F1 Calendar 👀Get set for a record-breaking 24 races next season!#F1 pic.twitter.com/t6Jl521H1G— Formula 1 (@F1) September 20, 2022 Forráðamenn Formúlu 1 hafa þó ekki gefið neitt út um það hvaða helgar hinar svokölluðu sprettkeppnir muni fara fram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra eru sprettkeppnirnar styttri keppnir, haldnar degi fyrir keppnina sjálfa, og gefa ökumönnum stig ásamt því að ákvarða rásröð í keppninni sjálfri. Forráðamenn Formúlunnar og liðin innan hennar samþykktu í vor að fjölga sprettkeppnum úr þrem í sex á næsta tímabili, en Mohammed ben Sulayem, forseti FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) hefur hingað til komið í veg fyrir þá fjölgun.
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira