Viðskipti innlent

Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jón kemur nýr inn í stjórn Sýnar þar sem Petrea Ingileif verður nýr stjórnarformaður.
Jón kemur nýr inn í stjórn Sýnar þar sem Petrea Ingileif verður nýr stjórnarformaður.

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.

Í nýrri stjórn eru því Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, Sesselía Birgisdóttir og Jón Skaftason, sem kemur inn fyrir Gavia Invest. Gavia Invest er stærsti eigandi Sýnar eftir að Heiðar Guðjónsson fráfarandi forstjóri ákvað að selja hlut sinn í félaginu.

Auk þeirra buðu Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn, og Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo og stærsti eigandi Gavia Invest, sig fram í stjórn. 

Daði Kristjánsson og Salóme Guðmundsdóttir sitja í varastjórn félagsins. 

Boðað var til hluthafafundar í félaginu að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Petrea mun starfa sem formaður stjórnar og Jóhann Hjartarson sem varaformaður.

Hjörleifur Pálsson sem var formaður ákvað að bjóða sig ekki fram, en hann hefur setið í stjórninni undanfarin 9 ár.

Þá er ráðgert að auglýst verði í starf forstjóra en Heiðar Guðjónsson mun sinna starfinu þar til nýr forstjóri verður ráðinn. 

Vísir er í eigu Sýnar hf. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×