Ert þú Ljósberi? Vilborg Anna Garðarsdóttir skrifar 19. september 2022 07:01 Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa sannarlega verið átakamikil. Í slíku árferði hefur kvenmiðuð neyðaraðstoð líkt og sú sem UN Women sérhæfir sig í, sjaldan verið jafn mikilvæg. Konur og stúlkur á átakasvæðum upplifa mikinn skort, eru oft réttindalausar, fjárhagsleg staða þeirra hörmuleg og skortur á viðeigandi stuðningi. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, stríðsátaka, borgarstyrjalda og loftlagsbreytinga, hafa aðstæður kvenna og stúlkna versnað gríðarlega. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samtök líkt og UN Women beiti sér fyrir valdeflingu og fjárhagslegri styrkingu kvenna og stúlkna í neyð; það er baráttumál sem snertir okkur öll, sérstaklega komandi kynslóðir. Í dag eru starfræktar 12 landsnefndir UN Women víðs vegar um heiminn og er íslenska landsnefnin ein af þeim. Markmið þessara landsnefnda er, í gegnum fjáröflun, að safna fjármagni til þess að styðja við mikilvæg verkefni UN Women á heimsvísu, útrýma fátækt og tryggja frið og öryggi fyrir allar konur og stúlkur. UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár náð ótrúlegum árangri á sviði fjáröflunar og hefur í sex ár í röð sent hæsta fjármagn allra landsnefna til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Þessu erum við hjá UN Women á Íslandi afar stoltar af og þakklátar fyrir mánaðarlegu styrktaraðilana okkar, sem eru einn af lykilþáttum í þessari velgengni okkar. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi kallast Ljósberar og eru án nokkurs vafa bakbeinið og hjartað í öllu okkar starfi. Við getum sennilega ekki varpað nægilega miklu ljósi á mikilvægi þessa hóps, sem með framlögum sínum tekur virkan þátt í að berjast fyrir öllum meginmarkmiðum UN Women; vinna gegn ójöfnuði, efla pólitíska þátttöku kvenna, efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla almennt að afnámi kynbundins ofbeldis. Mánaðarleg framlög Ljósbera eru lang stærsta og öflugasta vopnið okkar í þeirri baráttu, þau gera okkur kleift að spyrna við því gríðarlega bakslagi sem hefur orðið á réttindum kvenna síðustu ár. Með því að styrkja UN Women á Íslandi mánaðarlega gerist þú Ljósberi og tekur þannig þátt í að efla konur og stúlkur um allan heim, tryggja að þeim sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð og tekið sé tillit til þarfa kvenna, styðja konur og stúlkur til náms og uppræta kynbundið ofbeldi. Hver einasta króna skiptir máli og framlag Ljósbera er ómetanlegt fyrir framtíð núverandi og komandi kynslóða. Ég hvet öll til þess að verða partur af öflugu samfélagi Ljósbera með því að fara inn á www.ljosberi.is og skrá sig sem mánaðarlegan styrktaraðila. Og ef þú ert nú þegar Ljósberi vil ég segja; takk fyrir að vera ljós í lífi kvenna og stúlkna, takk fyrir að vera Ljósberi. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun