Sport

Evrópu­meistarar Ís­lands í undan­úr­slit og geta því varið titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslensku stelpurnar í kvöld.
Íslensku stelpurnar í kvöld. Fimleikasamband Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér í dag sæti í úrslitum á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Íslenska liðið er ríkjandi Evrópumeistari og á því titil að verja. Alls hófu tíu lið keppni í dag og sex þeirra fóru áfram, Ísland endaði í 3. sæti.

Ísland hóf leik á trampólíni og fékk alls 16,050 stig sem var fjórði besti árangur liðanna tíu. Eftir það var farið í gólfæfingar og þar stóð íslenska liðið sig töluvert betur. Fékk liðið 18,450 stig talsins en aðeins Svíþjóð fékk fleiri stig frá dómurum keppninnar fyrir æfingar sínar á gólfinu.

Að lokum var keppt á dýnu og þar fékk Ísland 16,550 stig og aftur var Svíþjóð eina þjóðin sem fékk fleiri stig. Endaði Ísland samtals í 3. sæti með 51,050 stig á meðan Svíþjóð var efst með 52,675 og Danmörk í 2. sæti með 51,300 stig.

Stelpurnar leika til úrslita á sunnudag og þá stígur karlalið Íslands á stokk eftir skamma stund. Liðið tryggði sér einnig sæti í úrslitum sem fara fram á laugardag.


Tengdar fréttir

Kol­brún Þöll sleit hásin og missir af EM

Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×