Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ólafur Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:30 Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ólafur Sveinsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar