Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ólafur Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:30 Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ólafur Sveinsson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun