Íslenska er aðgengismál! Vaida Bražiūnaitė skrifar 15. september 2022 08:31 Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Ísafjarðarbær Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun