Leikjavísir

Framhald BOTW kallast Tears of the Kingdom

Samúel Karl Ólason skrifar
Link stingur sér til flugs.
Link stingur sér til flugs.

Nintendo birti í dag stutta stiklu fyrir nýjasta Zelda-leikinn. Framhald leiksins Breath of the Wild hefur fengið titilinn Tears of the Kingdom.

Breath of the Wild er af mörgum talinn einn þeirra allra bestu tölvuleikur sem hefur verið gerður og hefur lengi verið mikil eftirvænting eftir framhaldsleik um ævintýri Link í Hyrule.

Auk þess að birta stiklu og opinbera nafn leiksins tilkynnti Nintendo að til standi að gefa leikinn út þann 12. maí á næsta ári. Stikluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Leikirnir sem beðið er eftir

Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.