Á sandi byggði heimskur maður hús Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2022 18:02 Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana. Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála fer nú af stað með hugmyndir um nýja reglugerð í þeim tilgangi að fjölga börnum inn í leikskólana. Mun það leysa vandann? Ég hef starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg í tuttugu ár og verið heppin með mannauð, stór hluti míns fólks hefur starfað með mér í þessi tuttugu ár. Mér finnst alltaf gaman að koma til vinnu vegna þess að ég er umvafin góðu fólki bæði smáu og stóru. Starf mitt er bæði krefjandi og skapandi. Stjórnendur í mínum húsum hafa sniðið sér stakk eftir vexti, hvert einasta haust í þau tuttugu ár sem við höfum starfað saman. Það er vel, vegna þess að skólastarf á að vera í sífelldri þróun. Þessi misserin fer stór hluti okkar vinnu í að fylla í göt vinnustyttingar. Vinnustytting er frábær búbót fyrir kennara og starfsfólk í því ljósi að flestir stytta vinnuvikuna um hálfan vinnudag. Á meðan stytta börnin hins vegar ekki sinn vinnutíma þar sem skólarnir eru opnir frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga og hefur nýtingin aldrei verið meiri. Það sér hver maður að dæmið getur ekki gengið upp einfaldlega vegna þess að um var samið að vinnustyttingin ætti ekki að kosta neitt! Með því að fjölga börnum inn á hverja stofnun ofan á það álag sem fyrir er, er einfaldlega verið að eyðileggja kerfið, sem er í grunninn gott og mun starfsfólki inn í leikskólana frekar fækka en fjölga með slíkum gjörningi. Kerfið okkar er kostnaðarsamt og það á að vera dýrt, börnin okkar eiga það skilið. Börnin okkar eiga skilið gæði umfram magn og ómælda virðingu samfélagsins. Þegar maður byggir hús, þá er mikilvægast af öllu að grunnurinn sé styrkur og öruggur. Börnin okkar eru þessi grunnur og ef þeim er ekki sinnt af virðingu og alúð þá mun sá grunnur ekki halda veðri og vindum. Leikskólamálin eru búin að vera alltof lengi í sama farinu hvað þetta varðar, það eru engin geimvísindi. Best væri að lengja fæðingarorlofið eins og Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara bendir á. „Það er skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs og síðan myndi dvalartími barna lengjast í áföngum eftir því sem þau eldast eða fram að tveggja ára aldri. Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu 6 mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til að leikskólinn tæki alveg við af fæðingarorlofskerfinu. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafa í leikskólamálum er ekki að ganga upp. Einbeittur vilji allra sveitarfélaga að stækka kerfið og það á ofurhraða er ekki að auka gæði leikskólanáms né bæta starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Það er ábyrgðarhlutur að láta grunnkerfi samfélags vaxa umfram efni og gæði. Sú ábyrgð liggur á herðum allra sveitarfélaga landsins og ríkið getur ekki heldur skorast undan ábyrgð. Það verður að finna jafnvægi á milli fjölgunar leikskólabarna og -kennara“. Það þarf að búa börnunum öryggi og festu þegar þau koma í leikskólann með því að hlúa vel að starfsfólkinu en ekki að hlaða á það of miklu álagi. Ánægt og ástríðufullt starfsfólk er auður ekki bara fyrir börnin heldur samfélagið allt. Og það kostar! Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Tjörn.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar