Er íslenska óvinsæl? Ármann Jakobsson skrifar 7. september 2022 09:00 Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun