Betri bálfarir, betri jarðarfarir Vésteinn Valgarðsson skrifar 6. september 2022 18:30 Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun