Ert þú með PCOS? Ragnhildur Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2022 14:31 Kæri lesandi, ert þú með PCOS? Ég sé fyrir mér spyrjandi augnarráð þitt, því fæstir vita jú hvað skammstöfunin stendur fyrir. Reyndar hjálpar sjaldnast að útskýra skammstöfunina, Poly Cystic Ovary Syndrome, því heitið hringir heldur engum bjöllum. Að vissu leyti er sú staðreynd alveg mögnuð vegna þess að talið er að allt að 20% kvenna séu með PCOS, sem gerir þúsundir kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur er PCOS tiltölulega lítið rannsakað og orsakir þess ekki að fullu þekktar. Talið er að PCOS sé erfðatengt og að einkenni orsakist af röskun á gildum ákveðinna hormóna. Allt er þetta frekar loðið og óljóst sem gæti verið orsök þess að stór hluti kvenna annað hvort veit ekki af tilvist heilkennisins eða veit ekki hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. PCOS eykur nefnilega líkur á ófrjósemi, sykursýki 2, háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Þess utan hafa rannsóknir sýnt aukna tíðni kvíða og þunglyndis meðal kvenna með heilkennið. Það má því með sanni segja að það sé hreint og klárt lýðheilsumál að auka skilning bæði almennings og fagfólks á PCOS. Löngu tímabær PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita einstaklingum með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings, fagaðila og yfirvalda. Félagið hefur nú þegar stigið sín fyrstu skref í þessum efnum og er með stór framtíðarplön. September er vitundarvakningarmánuður um PCOS (e. International PCOS awareness month) og nú viljum við fá þig með okkur í lið. Við verðum að breyta því að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki heyrt minnst á einn algengasta innkirtlasjúkdóm sem hrjáir konur. Það er ekki boðlegt að konur með PCOS fái ekki heilbrigðisþjónustu við hæfi, sökum þess að fagfólk hefur ekki nægilega djúpstæðan skilning á vandamálinu. Nauðsynlegt er að konur með PCOS fái viðunandi upplýsingar um einkennni PCOS og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Við hvetjum þig til að kynna þér hvað PCOS er og fylgjast með störfum þessa nýstofnaða en öfluga félags. Hægt er að fylgjast með störfum félagsins á heimasíðu og samfélagsmiðlum þess. Þar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar, s.s. um einkenni PCOS. Höfundur er formaður PCOS samtaka Íslands og þessi grein fjallar um PCOS og að september sé vitundarvakningarmánuður um PCOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ert þú með PCOS? Ég sé fyrir mér spyrjandi augnarráð þitt, því fæstir vita jú hvað skammstöfunin stendur fyrir. Reyndar hjálpar sjaldnast að útskýra skammstöfunina, Poly Cystic Ovary Syndrome, því heitið hringir heldur engum bjöllum. Að vissu leyti er sú staðreynd alveg mögnuð vegna þess að talið er að allt að 20% kvenna séu með PCOS, sem gerir þúsundir kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur er PCOS tiltölulega lítið rannsakað og orsakir þess ekki að fullu þekktar. Talið er að PCOS sé erfðatengt og að einkenni orsakist af röskun á gildum ákveðinna hormóna. Allt er þetta frekar loðið og óljóst sem gæti verið orsök þess að stór hluti kvenna annað hvort veit ekki af tilvist heilkennisins eða veit ekki hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. PCOS eykur nefnilega líkur á ófrjósemi, sykursýki 2, háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Þess utan hafa rannsóknir sýnt aukna tíðni kvíða og þunglyndis meðal kvenna með heilkennið. Það má því með sanni segja að það sé hreint og klárt lýðheilsumál að auka skilning bæði almennings og fagfólks á PCOS. Löngu tímabær PCOS samtök Íslands voru stofnuð haustið 2021. Tilgangur félagsins er að veita einstaklingum með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með PCOS að upplýsingum um réttindi þeirra og möguleg meðferðarúrræði. Þá er markmið félagsins að stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings, fagaðila og yfirvalda. Félagið hefur nú þegar stigið sín fyrstu skref í þessum efnum og er með stór framtíðarplön. September er vitundarvakningarmánuður um PCOS (e. International PCOS awareness month) og nú viljum við fá þig með okkur í lið. Við verðum að breyta því að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki heyrt minnst á einn algengasta innkirtlasjúkdóm sem hrjáir konur. Það er ekki boðlegt að konur með PCOS fái ekki heilbrigðisþjónustu við hæfi, sökum þess að fagfólk hefur ekki nægilega djúpstæðan skilning á vandamálinu. Nauðsynlegt er að konur með PCOS fái viðunandi upplýsingar um einkennni PCOS og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Við hvetjum þig til að kynna þér hvað PCOS er og fylgjast með störfum þessa nýstofnaða en öfluga félags. Hægt er að fylgjast með störfum félagsins á heimasíðu og samfélagsmiðlum þess. Þar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar, s.s. um einkenni PCOS. Höfundur er formaður PCOS samtaka Íslands og þessi grein fjallar um PCOS og að september sé vitundarvakningarmánuður um PCOS.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun