Loginn brennur á ný í Seinni bylgjunni: „Ætlum að koma þessu í nýjar hæðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 09:31 Logi Geirsson með allt upp á tíu, Elvis-gleraugu og hneppt niður á nafla. stöð 2 Áhöfn Seinni bylgjunnar fyrir tímabilið 2022-23 er nú fullmönnuð. Síðastur, en alls ekki sístur, til að koma um borð er sjálfur Logi Geirsson. Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01
„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00