Loginn brennur á ný í Seinni bylgjunni: „Ætlum að koma þessu í nýjar hæðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 09:31 Logi Geirsson með allt upp á tíu, Elvis-gleraugu og hneppt niður á nafla. stöð 2 Áhöfn Seinni bylgjunnar fyrir tímabilið 2022-23 er nú fullmönnuð. Síðastur, en alls ekki sístur, til að koma um borð er sjálfur Logi Geirsson. Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Silfurdrengurinn úr Hafnarfirðinum er ekki ókunnur Seinni bylgjunni en hann var sérfræðingur hennar um tveggja ára skeið. Logi iðar í skinninu að hefjast handa. „Ég get eiginlega ekki beðið. Það er mikið af spennandi hlutum að gerast, deildin aldrei jafn sterk og það sem mér finnst vera helsti munurinn á henni, og ástæðan fyrir því að mig langaði að koma aftur, að þetta er að færast úr því að vera áhugamennska yfir í hálf atvinnumennsku,“ sagði Logi sem ætlar að láta til sín taka á skjánum í vetur. „Ég ætla að færa þetta upp á við. Það er sveifla með handboltanum. Landsliðinu gekk vel á EM, allir eru spenntir fyrir HM og margir nýir iðkendur. Fólk veit þegar ég er í sjónvarpinu að það verður alltaf eitthvað nýtt, ferskt og gaman. Þetta verður gott sjónvarp og við ætlum að koma þessu í nýjar hæðir með frábæru teymi.“ En hverju á Logi von á í Olís-deildinni í vetur? „Þessi klisja að deildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari með hverju árinu er sönn. Við sjáum það í Evrópukeppninni. Síðustu tíu árin hef ég talað um að koma okkur á þann stað að vera samkeppnishæfir við þessi lið í Evrópu. Á síðustu árum höfum við sýnt að við erum ansi nálægt þeim. Menn eru að setja meira í þetta. Við erum að fá fleiri góða handboltamenn, æfum meira og stöndumst stóru liðunum snúning,“ svaraði Logi. Klippa: Logi kominn aftur Auk Loga verða Arnar Daði Arnarsson, Theodór Ingi Pálmason, Þorgrímur Smári Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar. Þeir þrír síðastnefndu verða í upphitunarþætti fyrir tímabilið sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22:00 á mánudaginn. Keppnistímabilið 2022-23 hefst formlega í dag þegar Valur og KA eigast við í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01 „Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. 18. ágúst 2022 15:01
„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. 11. ágúst 2022 11:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni