Skoðun

Hve­nær verður ný Sel­foss­brú yfir Ölfus­á vígð?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Í aðdraganda alþingiskosninga í september 2021 sagði Sigurður Ingi þáverandi innviðaráðherra að brúin[1] yrði boðin út strax þá um haustið. Það kosningaloforð sveik hann. Það eru svo sem ekki nýjar fréttir af Framsóknarflokknum, sem nú er í stórsókn á sömu slóðum og áður. Lofa fyrst og svíkja svo. Fyrst að körlum, síðan að konum.

Í júní 2021 var haft eftir formanni Framsóknarflokksins:

“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.“

Takk fyrir ekkert Sigurður Ingi, dýralæknir og formaður Framsóknarflokksins.

Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×