Hvers vegna óttast stjórnvöld samkeppni svona mikið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2022 07:01 Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun