Ákall til alþingismanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2022 09:31 Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sveitarstjórnarmál Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun