Lánveitendur þurfi að aðstoða fólk sjái það fram á tímabundna erfiðleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 09:19 Sólveig Gunnarsdóttir segir fólk oft ekki vita af möguleikunum þegar það á í greiðsluerfiðleikum. Bylgjan Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi segir fólk mun verndaðra gagnvart lánveitendum en fyrirtæki. Hægt sé að leita til bankanna, sjái fólk fram á tímabundna greiðsluörðugleika, sem verði að koma til móts við lántaka. Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði vegna hækkandi stýrivaxta Seðlabankans. Bankarnir hafa til að bregðast við hækkandi stýrivöxtum hækkað vexti á lánum en síðast hækkaði Landsbankinn breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig í morgun. Margir finna eflaust fyrir hækkandi verðlagi en greiðslubyrði íbúðalána er ekki sú eina sem hefur hækkað heldur líka almennt verðlag neysluvöru. Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi minnir fólk á að það geti alltaf leitað leiða til að minnka greiðslubyrðina lendi það í vandræðum. „Það er í löggjöfinni um lán til neytenda, það er einstaklinga, að ef séð er fram á tímabundna greiðsluörðugleika þá ber lánveitanda að aðstoða,“ segir Sólveig Gunnarsdóttir fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi. „Ef við ætlum að fara í greiðsluerfiðleikaúrræði, sem er yfirleitt bara í stuttan tíma, þá verður það að vera fæðingarorlof, tímabundið atvinnuleysi eða alvarleg veikindi. Eitthvað á þeirri línu. Hins vegar, eins og ástandið er í dag, fólk sem er með breytilega vexti og sér ekki fram á að ná utan um þetta þrátt fyrir að það séu ekki tímabundnar aðstæður, þá getur það farið í bankann og óskað eftir að finna einhverja úrlausn sinna leiða. Það getur verið með því að lengja í láninu, breyta tegund lánsins og eitthvað slíkt.“ Margir viti ekki af möguleika um greiðsluúrræði Fasteignalánin séu almennt stærsti útgjaldaliður heimilanna og fólki bregði því mest þegar þau hækki. Ýmislegt annað, eins og skammtímalán, geti þó verið þyngri liður. „Ég er oft að fá einstaklinga sem eru með ótrúlega mörg skammtímalán sem eru með himinháa vaxti og bíta miklu harðar í núna en íbúðalánin,“ segir Sólveig. Misjafnt sé eftir bönkum hvernig komið er til móts við fólk með sértæk greiðsluúrræði. Þau séu tímabundin, yfirleitt bundin við nokkra mánuði. „Sumir bankar bjóða upp á að þú greiðir fimtíu prósent af hefðbundinni greiðslu, aðrir bjóða upp á að frysta stærri hluta,“ segir Sólveig. Margir viti ekki af þessum möguleikum. „Þetta varðar líka hvað má auglýsa og fleira, varðandi lán hjá bönkunum. Þeim eru settar ýmsar skorður um það. Það er þannig að fólk er oft stressað að leita sér aðstoðar varðandi greiðsluerfiðleika,“ segir Sólveig. „Ég segi oft að þetta sé tíminn sem þú átt að njóta þess að vera með barnið þitt eða ef þú glímir við veikindi, þá ertu í veikindaleyfi af ástæðu og átt að vera að hugsa um heilsuna en ekki að panikka að greiða einn reikning. Segjum að þú fáir þriggja eða sex mánaða úrræði og náir betri heilsu, betri tíma með fjölskyldunni. Það lengir kannski lánið um sex mánuði en svo kemurðu kannski bara sterkari til baka og getur greitt upp þennan tíma eftir það.“ Verðlag Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði vegna hækkandi stýrivaxta Seðlabankans. Bankarnir hafa til að bregðast við hækkandi stýrivöxtum hækkað vexti á lánum en síðast hækkaði Landsbankinn breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig í morgun. Margir finna eflaust fyrir hækkandi verðlagi en greiðslubyrði íbúðalána er ekki sú eina sem hefur hækkað heldur líka almennt verðlag neysluvöru. Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi minnir fólk á að það geti alltaf leitað leiða til að minnka greiðslubyrðina lendi það í vandræðum. „Það er í löggjöfinni um lán til neytenda, það er einstaklinga, að ef séð er fram á tímabundna greiðsluörðugleika þá ber lánveitanda að aðstoða,“ segir Sólveig Gunnarsdóttir fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi. „Ef við ætlum að fara í greiðsluerfiðleikaúrræði, sem er yfirleitt bara í stuttan tíma, þá verður það að vera fæðingarorlof, tímabundið atvinnuleysi eða alvarleg veikindi. Eitthvað á þeirri línu. Hins vegar, eins og ástandið er í dag, fólk sem er með breytilega vexti og sér ekki fram á að ná utan um þetta þrátt fyrir að það séu ekki tímabundnar aðstæður, þá getur það farið í bankann og óskað eftir að finna einhverja úrlausn sinna leiða. Það getur verið með því að lengja í láninu, breyta tegund lánsins og eitthvað slíkt.“ Margir viti ekki af möguleika um greiðsluúrræði Fasteignalánin séu almennt stærsti útgjaldaliður heimilanna og fólki bregði því mest þegar þau hækki. Ýmislegt annað, eins og skammtímalán, geti þó verið þyngri liður. „Ég er oft að fá einstaklinga sem eru með ótrúlega mörg skammtímalán sem eru með himinháa vaxti og bíta miklu harðar í núna en íbúðalánin,“ segir Sólveig. Misjafnt sé eftir bönkum hvernig komið er til móts við fólk með sértæk greiðsluúrræði. Þau séu tímabundin, yfirleitt bundin við nokkra mánuði. „Sumir bankar bjóða upp á að þú greiðir fimtíu prósent af hefðbundinni greiðslu, aðrir bjóða upp á að frysta stærri hluta,“ segir Sólveig. Margir viti ekki af þessum möguleikum. „Þetta varðar líka hvað má auglýsa og fleira, varðandi lán hjá bönkunum. Þeim eru settar ýmsar skorður um það. Það er þannig að fólk er oft stressað að leita sér aðstoðar varðandi greiðsluerfiðleika,“ segir Sólveig. „Ég segi oft að þetta sé tíminn sem þú átt að njóta þess að vera með barnið þitt eða ef þú glímir við veikindi, þá ertu í veikindaleyfi af ástæðu og átt að vera að hugsa um heilsuna en ekki að panikka að greiða einn reikning. Segjum að þú fáir þriggja eða sex mánaða úrræði og náir betri heilsu, betri tíma með fjölskyldunni. Það lengir kannski lánið um sex mánuði en svo kemurðu kannski bara sterkari til baka og getur greitt upp þennan tíma eftir það.“
Verðlag Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41
Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35