Körfubolti

Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu

Atli Arason skrifar
Isabella hefur leikið vel með South Adelaide Panthers í sumar.
Isabella hefur leikið vel með South Adelaide Panthers í sumar. Adelaidenow

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70.

Isabella skoraði 9 stig, tók 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum. Isabella kom af bekknum í leiknum og lék einungis 19 mínútur í leiknum en samkvæmt heimildum Karfan.is er Isabella að glíma við smávægileg meiðsli

Tímabilið er þar með búið fyrir South Adelaide Panthers en Sturt mun leika gegn West Adelaide Bearcats í úrslitaleik NBL1 Central næsta laugardag. Isabella hafði áður gefið út að hún ætlar að yfirgefa Ástralíu að loknu tímabili og halda til Íslands þar sem hún mun leika í Subway-deildinni á næsta leiktímabili.


Tengdar fréttir

Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×