Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. ágúst 2022 10:02 Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu. Og einmitt þess vegna hafa þau eina undantekningu á reglunni um lægri skatta á fjármagnstekjur. Veistu hver hún er? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Undantekningin eina er skattlagning á þær fjármagnstekjur sem skipta þig mestu og eru langstærsti hluti þeirra fjármagnstekna sem þú munt afla þér um þína daga. Það er ávöxtun lífeyrissjóðsins sem þú safnar upp yfir starfsævina. Hún er skattlögð öðru vísi en ávöxtun á auð hinna fáu ríku og valdamiklu. Og þessi öðruvísileiki er þér ekki í vil. Þegar þú borgar iðgjöld í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Þú borgar tekjuskatt af laununum þínum að frádregnum iðgjöldunum. Þar til þú færð greitt út úr lífeyrissjóðnum þegar þú kemst á eftirlaunaaldur. Þá eru lífeyrisgreiðslurnar þínar skattlagðar eins og væru þær launatekjur, bæði höfuðstólinn sem byggðist upp af iðgjöldum af launum en líka ávöxtunin; arðurinn, söluhagnaðurinn og vextirnir; sem hafa safnast upp á þennan höfuðstól. Þegar ríki karlinn fær þúsund milljónir í ávöxtun á auð sinn borgar hann aðeins 22% í fjármagnstekjuskatt. Þegar þú færð 250 þúsund krónur út úr lífeyrissjóðnum þínum borgar þú skatta eins og fjármagnstekjurnar væru laun og mátt auk þess þola miklar skerðingar á ellilífeyririnn. Smá dæmi til útskýringar. Manneskja á eftirlaunum er í sambúð og hefur engar aðrar tekjur en ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Hún fær 286.619 kr. í ellilífeyri, fjármálaráðherrann hrifsar af henni 36.226 kr. í skatt og eftir sitja 250.393 kr. Guð hjálpi henni til að lifa út mánuðinn. En ef sama manneskja hefði borgað af lágum launum í lífeyrissjóð alla sína hunds og kattartíð og fengi 250 þús. kr. úr sínum lífeyrissjóði? Þá myndi fjármálaráðherrann byrja á að skerða ellilífeyrinn um 101.250 kr. og síðan myndi hann taka 50.999 kr. í skatt ofan á þær 36.226 kr. sem hann tók áður. Blessuð manneskjan sæti þá eftir með 97.751 kr. af þessu 250 þús. kr. Fjármálaráðherrann hefði tekið til sín rúmar 152 þús. kr. eða 60,9%. Það er heldur betur hærri skattur en sá sem fjármagnseigendur borga af sinn ávöxtun. En nú kann einhver að rétta upp hönd og spyrja: Er skerðingin ekki vegna aukinna tekna frekar en mismunar á skattlagningu launa og fjármagns? Búum þá til dæmi um mann sem fær ekkert frá lífeyrissjóðnum en hins vegar 250 þús. kr. í fjármagnstekjur á mánuði. Fjármálaráðherrann skerði ellilífeyririnn hans um sömu upphæð og hinnar manneskjunnar, um 101.250 kr. En hann tekur ekki meira í skatt en áður heldur minna; 34.383 kr. í stað 36.226. Skerðing og skattar af þessum 250 þús. kr. eru því rúmar 99 þús. kr. eða 39,8%. Fjármálaráðherrann tæki tæplega 53 þús. kr. minna af þeim sem fengi fjármagnstekjur en þeim sem fengi lífeyristekjur, sem þó eru að stóru leyti byggðar upp af fjármagnstekjum. Fjármagnskarlinn fengi 53 þús. kr. meira til ráðstöfunar en launamanneskjan þótt bæði væru þau í raun að sækja sinn sparnað til að geta lifað eilítið skárra lífi í ellinni. Eini munurinn er að fjármálaráðherrann horfir með velvild til karlsins en finnst hann geta rúið launamanneskjuna inn að skinni. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna borga hin fáu ríku og valdamiklu litla skatta af sínum fjármagnstekjum en hin mörgu fátæku og valdalitlu háa skatta af sínum launum og svo líka af sínum fjármagnstekjum? Hvað heldurðu? Humm, hugs, hugs, hugs Einmitt. Það er vegna þess að þú býrð ekki í lýðræðisríki þar sem lýðurinn ræður heldur í auðvaldsríki þar sem auðurinn ræður. Þú býrð í landi þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og yfirtrompar þetta eina atkvæði sem þú færð á fjögurra ára fresti og breytir svo sem aldrei neinu. Sama stjórn heldur velli þótt stundum sé skipt um flokka. Þetta er stjórn hinnar auðugu stéttar. Stjórn fólksins sem á Ísland og allt sem í því er. Og þig þar með. Þess vegna er löngu kominn tími á byltingu. Það er óendanlega mikilvægt að hrekja auðvaldið frá völdum og taka hér upp lýðræði. Meðan þú hugsar hvernig þú getur orðið að liði í byltingunni hvet ég þig til að lesa þessar þrjár greinar um skatta sem ég hef skrifað á Vísi síðustu daga. Með fyrir fram þökk 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur (https://www.visir.is/g/20222301320d/gud-mundur-i-brim-borgar-hlut-falls-lega-minna-i-skatt-en-folk-med-medal-tekjur) 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög (https://www.visir.is/g/20222302247d/skatt-kerfi-sem-hyglir-hinum-riku-og-sveltir-sveitar-fe-log) 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs (https://www.visir.is/g/20222302763d/hinir-raun-veru-legu-styrk-thegar-rikis-sjods) Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun