„Fyrir komu sonar míns var þetta orðið erfitt hjá mér en ég er búinn að prófa að taka pásu. Ég er samt ótrúlega þakklát fyrir allt og mér líður vel. Ég hef náð að spila vel á þessu ári þannig ég er ekki að hætta af því að mér gengur illa,“ sagði Ólafía í viðtali við Stöð 2 en Ólafía var frá keppni um tíma eftir að hún eignaðist frumburð sinn, Maron Atlas, á síðasta ári.
Ólafía hefur í þrígang orðið Íslandsmeistari, varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni með Íslandi ásamt því að vera kjörinn Íþróttamaður ársins árið 2017. Ólafía hefur einnig tekið þátt í öllum fimm risamótum kvenna í golfi og er eini Íslendingurinn til að afreka það. Tilhugsunin að hætta í golfi hefur þó blundað í henni í einhvern tíma.
„Þetta er búið að vera inn í mér í smá tíma, ég verð að vera hugrökk og hlusta á það. Ég er búinn að reyna allt sem ég gat gert, ég vildi að þetta væri öðruvísi en þetta er búið að setja í mér og þetta er það rétta í stöðunni hjá mér,“ sagði kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Viðtalið við Ólafíu má sjá í spilaranum hér að neðan.