Fækkun sýslumanna – stöldrum við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar