Örugg búseta? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun