PGA-tímabilinu lýkur í Atlanta: Scheffler getur skráð sig á spjöld sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 15:01 Scottie Scheffler verður í sviðljósinu á mótinu. EPA-EFE/ROBERT PERRY PGA-tímabilið 2021-22 í golfi lýkur nú um helgina þegar Tour Championship-mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta. Sem stendur er hinn 26 ára gamli Scottie Scheffler, efsti kylfingur heimslistans, líklegastur til að hreppa hnossið en hann gæti sett met á mótinu. Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00. Golf Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Golf Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira