Lakers sækir fjandmann Westbrook Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 16:15 Russell Westbrook og Patrick Beverley verða seint taldir perluvinir. David Berding/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst. Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira