Samband Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar við Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Sverrir Bergmann Magnússon, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir skrifa 24. ágúst 2022 14:30 Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar