Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun