Þegar öllu er á botninn hvolft: Sjúkraþjálfun og grindarbotninn Fanney Magnúsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:31 Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar