Þegar öllu er á botninn hvolft: Sjúkraþjálfun og grindarbotninn Fanney Magnúsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:31 Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Enn lifa alltof margar konur við skert lífsgæði vegna vandamála frá grindarbotni. Algengt er að konur trúi því að hluti af því að vera kona og eignast börn feli í sér að þurfa að glíma við þvagleka það sem eftir er. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að segja til um algengi vandamála tengdum kvenheilsu, eins og t.d. þvagleka, blöðru- eða legsigs, vegna þess hve margar konur sækja sér ekki aðstoðar. Grindarbotninn er frekar flókið fyrirbæri því ólíkt öðrum beinagrindarvöðvum þá er hann inni í mjaðmagrindinni og við sjáum ekki hvernig hann spennist og slakast þegar við stöndum fyrir framan spegilinn eins og með flesta aðra vöðva. Því er ekki óalgengt að fólk átti sig ekki á staðsetningu, stærð og umfangi grindarbotnsvöðvanna. Niðurstöður lokaverkefnis míns til meistaragráðu í Líf- og læknavísindum sýndu að konur sem leituðu á Landspítala vegna aðgerðar á sigi grindarholslíffæra voru með 30% minni virkni í grindarbotnsvöðvum en konur í samanburðarhópi. Því má álykta að grindarbotnsþjálfun geti haft verndandi áhrif. Sjúkraþjálfarar með sérþekkingu í kvenheilsu geta lagt mat á virkni grindarbotnsvöðva og leiðbeint með hvaða leið er viðeigandi í þjálfun. Undanfarið hefur verið vitundarvakning um kvenheilsu og með opnara samfélagi og samfélagsmiðlum hafa konur fengið trú á að þær geti bætt lífsgæði sín. Sífellt fleiri fagmenn hafa sýnt málefninu áhuga, leitað sér þekkingar og sérhæft sig. Þar eru sjúkraþjálfarar engin undantekning. Fleiri og fleiri sjúkraþjálfarar sækja sér námskeið til að geta betur mætt þessum hópi skjólstæðinga, en konur eru jú um helmingur mannkyns. Spurðu sjúkraþjálfara út í hvernig þú getur tryggt heilbrigða starfsemi grindarbotns og notið þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem því fylgir. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar