Hágrét eftir að hann sjokkeraði UFC-heiminn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:00 Leon Edwards átti erfitt með sig eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Goodlett Leon Edwards er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC eða sama þyngdarflokki og íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í. Það er þó auðvelt að segja að sigur Edwards um helgina hafi komið mikið á óvart. Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira