Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 16:12 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM. Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson
Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins