Lék sér að fyrrum bestu konu heims daginn eftir sigur á þeirri bestu í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 13:01 Emma Raducanu er að spila frábærlega þessa dagana og hver stórstjarnan á fætur annarri ræður ekkert við hana, EPA-EFE/WILL OLIVER Breska tenniskonan Emma Raducanu er í miklu stuði þessa dagana og slær hverja stórstjörnuna út með sannfærandi hætti. Hin nítján ára gamla Emma fylgdi eftir yfirburðasigur á Serenu Williams í fyrrinótt með því að vinna annan yfirburðasigur, nú á hinni hvít-rússnesku Victoriu Azarenka. Emma Raducanu produced another eye-catching display as she thrashed former world number one Victoria Azarenka!More #BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2022 Raducanu vann 6-4 og 6-0 sigur í settunum á móti Serenu Williams og minna en sólarhring síðar vann hún 6-0 og 6-2 á móti Victoriu Azarenka. Azarenka var um tíma efst á heimslistanum í tennis og hefur unnið tvö risamót. Williams er orðin fertug og að enda ferillinn en hún er að flesta mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. What a 2 4 hours for @EmmaRaducanu Serena Williams 6-4, 6-0 Victoria Azarenka 6-0, 6-2 pic.twitter.com/XkKgYPswiq— LTA (@the_LTA) August 17, 2022 Raducanu er því í góðum málum á þessu tennismóti í Cincinnati en hún er að undirbúa sig fyrir Opna bandaríska meistaramótið þar sem hún hefur titil að verja. Það hefur gengið á ýmsu hjá Raducanu síðan hún vann Opna bandaríska og tíðar þjálfarabreytingar hafa verið áberandi. Nú virðist hún hafa fundið taktinn á nýjan leik. Emma Raducanu after beating Serena Williams in straight sets pic.twitter.com/qEwdwd3PKn— ESPN UK (@ESPNUK) August 17, 2022 Emma varð súperstjarna í heimalandinu eftir sigurinn óvænta í fyrra og það hefur kallað á mikla pressu á þessa táningsstelpu. Azarenka er nú í 22. sæti á heimslistanum en þetta var fyrstu sigur Emmu á topp þrjátíu konu síðan að hún vann Opna bandaríska mótið fyrir tæpu ári síðan. Næst á dagskrá hjá Emmu á Western and Southern Open mótinu í Cincinnati eru sextán manna úrslit þar sem hún spilar á móti hinni bandarísku Jessicu Pegula. Tennis Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira
Hin nítján ára gamla Emma fylgdi eftir yfirburðasigur á Serenu Williams í fyrrinótt með því að vinna annan yfirburðasigur, nú á hinni hvít-rússnesku Victoriu Azarenka. Emma Raducanu produced another eye-catching display as she thrashed former world number one Victoria Azarenka!More #BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2022 Raducanu vann 6-4 og 6-0 sigur í settunum á móti Serenu Williams og minna en sólarhring síðar vann hún 6-0 og 6-2 á móti Victoriu Azarenka. Azarenka var um tíma efst á heimslistanum í tennis og hefur unnið tvö risamót. Williams er orðin fertug og að enda ferillinn en hún er að flesta mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. What a 2 4 hours for @EmmaRaducanu Serena Williams 6-4, 6-0 Victoria Azarenka 6-0, 6-2 pic.twitter.com/XkKgYPswiq— LTA (@the_LTA) August 17, 2022 Raducanu er því í góðum málum á þessu tennismóti í Cincinnati en hún er að undirbúa sig fyrir Opna bandaríska meistaramótið þar sem hún hefur titil að verja. Það hefur gengið á ýmsu hjá Raducanu síðan hún vann Opna bandaríska og tíðar þjálfarabreytingar hafa verið áberandi. Nú virðist hún hafa fundið taktinn á nýjan leik. Emma Raducanu after beating Serena Williams in straight sets pic.twitter.com/qEwdwd3PKn— ESPN UK (@ESPNUK) August 17, 2022 Emma varð súperstjarna í heimalandinu eftir sigurinn óvænta í fyrra og það hefur kallað á mikla pressu á þessa táningsstelpu. Azarenka er nú í 22. sæti á heimslistanum en þetta var fyrstu sigur Emmu á topp þrjátíu konu síðan að hún vann Opna bandaríska mótið fyrir tæpu ári síðan. Næst á dagskrá hjá Emmu á Western and Southern Open mótinu í Cincinnati eru sextán manna úrslit þar sem hún spilar á móti hinni bandarísku Jessicu Pegula.
Tennis Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Sjá meira