Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Til að mynda segir þannig í þingsályktunartillögu dagsettri 13. nóvember 2012 sem þingmaðurinn Cristian Dan Preda ritaði sem fulltrúi utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins um framvindu umsóknarinnar og samþykkt var með 56 atkvæðum gegn tveimur: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Vísað er í þingsályktunartillögunni einkum til þeirrar staðreyndar að á meðan Samfylkingin var hlynnt inngöngu í Evrópusambandið var Vinstrihreyfingin – grænt framboð það ekki. Fyrir vikið var engin samstaða um það í ríkisstjórninni þegar til dæmis þurfti að samþykkja lokun einstakra kafla umsóknarferlisins að sambandinu. Voru til að mynda ítrekað gerðir ýmsir fyrirvarar í þeim efnum af hálfu einstakra ráðherra. Hefur sjálft ekki kunnað fótum sínum forráð Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem vilja sjá Ísland ganga í Evrópusambandið, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, hafa kallað eftir því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu að ríkisstjórnin setji inngöngu í sambandið á dagskrá þrátt fyrir þá staðreynd að stjórnarflokkarnir eru allir andvígir því að ganga þar inn, buðu síðast fram undir þeirri stefnu í þingkosningunum síðasta haust og voru meðal annars kosnir út á hana. Flokkarnir tveir, sem vilja inngöngu í Evrópusambandið, fengu samanlagt minna fylgi í þingkosningunum síðasta haust en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Sú staða hefur ekki breytzt miðað við niðurstöður skoðanakannana þó að vart þurfi að taka það fram að kannanir eru ekki það sama og kosningar. Þessir flokkar kalla nú eftir því að stjórnarflokkarnir hunzi það sem þeir sögðu við kjósendur í aðdraganda kosninganna. Fullyrðingar, um að ástæða sé til þess að horfa til Evrópusambandsins með tilliti til öryggismála í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu, standast þess utan enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að sambandið hefur engan veginn kunnað fótum sínum forráð gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi þegar kemur að orkuöryggi sem átt hefur stóran þátt í því að setja stöðu efnahagsmála innan þess í fullkomið uppnámi. Samstíga ríkisstjórn forsenda inngöngu í ESB Fyrir liggur þannig að ríkisstjórnin er ekki einungis með stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur er inngöngu í Evrópusambandið heldur hafa allir þrír stjórnarflokkarnir þá stefnu að standa áfram utan sambandsins. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hvernig ráðamenn í Brussel tækju því ef slík ríkisstjórn stæði að ósk um inngöngu í Evrópusambandið þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Hvað sem annars líður mögulegum viðbrögðum Evrópusambandsins liggur fyrir að umsóknarferlið að því er afar umfangsmikið og tekur nokkur ár. Auk þess kemur víða fram í gögnum frá sambandinu að umsókn um inngöngu feli það í sér að markmiðið sé að ganga þar inn enda hafa fulltrúar þess ítrekað bent á það að fyrir liggi í öllum meginatriðum hvað hún hefði í för með sér. Þar er ekkert til sem heitir að „kíkja í pakkann“. Vert er að hafa þetta í huga þegar forystumenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala fyrir því að tekin verði skref í þá átt að Ísland gangi í Evrópusambandið án þess að við völd sé ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig, kjörinn af íslenzkum kjósendum, sem samstíga er um að ganga þar inn. Hvort sem þeim líkar betur eða verr er um að ræða grundvallarforsendu í þeim efnum og það að mati sambandsins sjálfs. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar