Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Andrea Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun