Loksins lög um nikótínpúða Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 09:01 Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. Komið var á reglum um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum og þar eru púðarnir að mestu felldir undir sömu reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Vissulega sýnist sitt hverjum um reglur varðandi meðferð og markaðssetningu tóbaks og skyldra vara sem oft eru kallaðar staðgönguvörur tóbaks. Það eru þó allir sammála, jafnt söluaðilar sem og fólk sem vinnur að forvörnum, um mikilvægi þess að um þessar vörur gildi skýrt regluverk og að leitað sé leiða til að draga úr líkum á að börn og ungmenni verði háð neyslu vöru af þessu tagi. Hvað tafði? Margir furða sig á að löggjafinn hafi ekki sett lög um notkun nikótínpúða fyrir löngu, en þegar nánar er að gáð hefur þessi vara aðeins verið á markaði í tæplega 3 ár. Þrátt fyrir það hafa heilbrigðisyfirvöldum borist fjölmörg erindi er varða nikótínpúða og fyrirspurnir um lagaumhverfi þeirra, hugsanlega leyfisskyldu fyrir sölu og markaðssetningu þeirra. Eftirlitsstofnanir sem fylgjast með öryggi vöru á markaði lentu í vandræðum því varan féll hvorki undir lög um lyf, matvæli eða tóbak. Fólk sem starfar með börnum og ungmennum átti í vandræðum við að móta reglur um neyslu, þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, vegna skorts á leiðsögn í löggjöfinni. Hvað breytist? Með lagabreytingunni eru settar skýrar reglur um meðferð, sölu og markaðssetningu nikótínpúða og er ætlunin að tryggja eftir fremsta megni öryggi neytenda varanna og annarra sem til þeirra gætu náð, þar á meðal barna. Nú liggur fyrir að einungis einstaklingum 18 ára og eldri er heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildir um þá sem selja nikótínvörur. Óheimilt er að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, að tryggt sé að nikótínvörur séu ekki staðsettar þar sem börn nái til og sýnileikabann gildi um vörurnar á sölustöðum þannig að þær verði ekki sýnilegar viðskiptavinum. Þá er skýrt að: „Notkun nikótínvara er óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, svo sem í dagvistun, félags-, íþrótta- og tómstundastarfi, eins og til dæmis leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, vinnuskólum og annarri sambærilegri starfsemi fyrir börn yngri en 18 ára.“ Þar með hefur allur vafi verið tekinn af um að notkun nikótínpúða sé óheimil alls staðar þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun, sem og í skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, hvort sem það á sér stað innan dyra eða utan. Þá er smásalan felld undir sambærilegar reglur og tóbak og neftóbak og á nú ekki að vera sýnileg í verslunum, nema um sérverslanir sé að ræða. Við samþykkt málsins voru álitamálin leyst af virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og með mikilvægi forvarna að leiðarljósi. Forvarnir og lýðheilsa eru viðvarandi verkefni sem þarf að halda áfram að vinna að og horfa samtímis til öryggis, samræmis og jafnræðis varðandi reglur um sölu, auglýsingar og eftirlit. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Nikótínpúðar Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur. Komið var á reglum um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á nikótínvörum og þar eru púðarnir að mestu felldir undir sömu reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Vissulega sýnist sitt hverjum um reglur varðandi meðferð og markaðssetningu tóbaks og skyldra vara sem oft eru kallaðar staðgönguvörur tóbaks. Það eru þó allir sammála, jafnt söluaðilar sem og fólk sem vinnur að forvörnum, um mikilvægi þess að um þessar vörur gildi skýrt regluverk og að leitað sé leiða til að draga úr líkum á að börn og ungmenni verði háð neyslu vöru af þessu tagi. Hvað tafði? Margir furða sig á að löggjafinn hafi ekki sett lög um notkun nikótínpúða fyrir löngu, en þegar nánar er að gáð hefur þessi vara aðeins verið á markaði í tæplega 3 ár. Þrátt fyrir það hafa heilbrigðisyfirvöldum borist fjölmörg erindi er varða nikótínpúða og fyrirspurnir um lagaumhverfi þeirra, hugsanlega leyfisskyldu fyrir sölu og markaðssetningu þeirra. Eftirlitsstofnanir sem fylgjast með öryggi vöru á markaði lentu í vandræðum því varan féll hvorki undir lög um lyf, matvæli eða tóbak. Fólk sem starfar með börnum og ungmennum átti í vandræðum við að móta reglur um neyslu, þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, vegna skorts á leiðsögn í löggjöfinni. Hvað breytist? Með lagabreytingunni eru settar skýrar reglur um meðferð, sölu og markaðssetningu nikótínpúða og er ætlunin að tryggja eftir fremsta megni öryggi neytenda varanna og annarra sem til þeirra gætu náð, þar á meðal barna. Nú liggur fyrir að einungis einstaklingum 18 ára og eldri er heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildir um þá sem selja nikótínvörur. Óheimilt er að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, að tryggt sé að nikótínvörur séu ekki staðsettar þar sem börn nái til og sýnileikabann gildi um vörurnar á sölustöðum þannig að þær verði ekki sýnilegar viðskiptavinum. Þá er skýrt að: „Notkun nikótínvara er óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram, svo sem í dagvistun, félags-, íþrótta- og tómstundastarfi, eins og til dæmis leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, vinnuskólum og annarri sambærilegri starfsemi fyrir börn yngri en 18 ára.“ Þar með hefur allur vafi verið tekinn af um að notkun nikótínpúða sé óheimil alls staðar þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun, sem og í skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, hvort sem það á sér stað innan dyra eða utan. Þá er smásalan felld undir sambærilegar reglur og tóbak og neftóbak og á nú ekki að vera sýnileg í verslunum, nema um sérverslanir sé að ræða. Við samþykkt málsins voru álitamálin leyst af virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og með mikilvægi forvarna að leiðarljósi. Forvarnir og lýðheilsa eru viðvarandi verkefni sem þarf að halda áfram að vinna að og horfa samtímis til öryggis, samræmis og jafnræðis varðandi reglur um sölu, auglýsingar og eftirlit. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun