Stórskipahöfn í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 20:02 Að nýloknum sveitarstjónarkosningum hefur nýr meirihluti í Hveragerði fengið verðug verkefni til að leysa og vinna úr og hefur verið ánægjulegt að finna þeim farveg. Verkefnin hafa mörg hver verið áskorun en það er einmitt það sem við sem þarna sitjum buðum okkar krafta í, fengum umboð til og tökumst á við af miklum áhuga og vilja. Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem komið hafa inn á borð bæjarstjórnar er viljayfirlýsing Hveragerðisbæjar og Þróunarfélags NLFÍ slhf. Viljayfirlýsing þessi fjallar í megindráttum um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu. Áformuð uppbygging felur m.a. í sér íbúðabyggð, svæði fyrir 6* hótel, heilsu- og vellíðunar dvalarstað, sem njóti sérhæfðrar ráðgjafar og faglegrar þjónustu frá Heilsustofnun, og fræðslusetur á sviði sjálfbærni og umhverfismála. Jafnframt verði fjallað um möguleika á stækkun og endurnýjun á húsnæði og aðstöðu Heilsustofnunar á núverandi svæði hennar í Hveragerði. Í viljayfirlýsingunni kemur einnig fram að farið verði yfir uppbyggingu nauðsynlegra innviða á svæðinu og greiðslur þar að lútandi. Mikil áhersla er á að hafa víðtækt samráð við íbúa sveitarfélagsins um þróun og uppbyggingu svæðisins. Viljayfirlýsingin gildir til næstu áramóta með möguleika á framlengingu um sex mánuði. Það eru tækifæri í fyrirhugaðri uppbyggingu, m.a. á heilsu- og vellíðunar dvalarstað og íbúðabyggð, ásamt skólum og annarri þjónustu við íbúa með sjálfbærni að leiðarljósi, auk þess að styðja við starfsemi Heilsustofnunar og uppbyggingu á atvinnu í Hveragerði. Hér höfum við í Hveragerði fengið tækifæri til að byggja upp samfélagið okkar enn frekar og er það vel þess virði að kanna málið til hlítar, hvort hér leynist ef til vill okkar eigin stórskipahöfn. Það er hlutverk okkar bæjarfulltrúanna að vera opin fyrir þeim tækifærum sem koma upp og geta eflt stoðir sveitarfélagsins, styrkt fjárhaginn og eflt atvinnulífið. Umfram allt er það mannauðurinn, íbúarnir og starfsfólkið sem er stórskipahöfnin okkar. Fram undan er bæjarhátíð Hvergerðina, Blómstrandi dagar, en eins og gefur að skilja hefur sú hátíð ekki verið haldin hátíðleg síðustu tvö ár frekar en aðrir viðburðir. Það er því sérstök eftirvænting fyrir hátíðinni og munum við án efa gleðjast og njóta allra þeirra viðburða sem hátíðin hefur í för með sér. Um leið og ég óska okkur öllum í Hveragerði til hamingju með hátíðina fram undan þá bíð ég gesti einnig hjartanlega velkomna til að njóta með okkur. Höfundur er oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að nýloknum sveitarstjónarkosningum hefur nýr meirihluti í Hveragerði fengið verðug verkefni til að leysa og vinna úr og hefur verið ánægjulegt að finna þeim farveg. Verkefnin hafa mörg hver verið áskorun en það er einmitt það sem við sem þarna sitjum buðum okkar krafta í, fengum umboð til og tökumst á við af miklum áhuga og vilja. Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem komið hafa inn á borð bæjarstjórnar er viljayfirlýsing Hveragerðisbæjar og Þróunarfélags NLFÍ slhf. Viljayfirlýsing þessi fjallar í megindráttum um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu. Áformuð uppbygging felur m.a. í sér íbúðabyggð, svæði fyrir 6* hótel, heilsu- og vellíðunar dvalarstað, sem njóti sérhæfðrar ráðgjafar og faglegrar þjónustu frá Heilsustofnun, og fræðslusetur á sviði sjálfbærni og umhverfismála. Jafnframt verði fjallað um möguleika á stækkun og endurnýjun á húsnæði og aðstöðu Heilsustofnunar á núverandi svæði hennar í Hveragerði. Í viljayfirlýsingunni kemur einnig fram að farið verði yfir uppbyggingu nauðsynlegra innviða á svæðinu og greiðslur þar að lútandi. Mikil áhersla er á að hafa víðtækt samráð við íbúa sveitarfélagsins um þróun og uppbyggingu svæðisins. Viljayfirlýsingin gildir til næstu áramóta með möguleika á framlengingu um sex mánuði. Það eru tækifæri í fyrirhugaðri uppbyggingu, m.a. á heilsu- og vellíðunar dvalarstað og íbúðabyggð, ásamt skólum og annarri þjónustu við íbúa með sjálfbærni að leiðarljósi, auk þess að styðja við starfsemi Heilsustofnunar og uppbyggingu á atvinnu í Hveragerði. Hér höfum við í Hveragerði fengið tækifæri til að byggja upp samfélagið okkar enn frekar og er það vel þess virði að kanna málið til hlítar, hvort hér leynist ef til vill okkar eigin stórskipahöfn. Það er hlutverk okkar bæjarfulltrúanna að vera opin fyrir þeim tækifærum sem koma upp og geta eflt stoðir sveitarfélagsins, styrkt fjárhaginn og eflt atvinnulífið. Umfram allt er það mannauðurinn, íbúarnir og starfsfólkið sem er stórskipahöfnin okkar. Fram undan er bæjarhátíð Hvergerðina, Blómstrandi dagar, en eins og gefur að skilja hefur sú hátíð ekki verið haldin hátíðleg síðustu tvö ár frekar en aðrir viðburðir. Það er því sérstök eftirvænting fyrir hátíðinni og munum við án efa gleðjast og njóta allra þeirra viðburða sem hátíðin hefur í för með sér. Um leið og ég óska okkur öllum í Hveragerði til hamingju með hátíðina fram undan þá bíð ég gesti einnig hjartanlega velkomna til að njóta með okkur. Höfundur er oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar