Rödd Línunnar og Pingu látin Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 12:19 Carlo Bonomi talaði fyrir Pingu og Línuna. Vísir Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil. Bonomi fæddist í Mílanó á Ítalíu árið 1937. Hann vann upphaflega fyrir sér sem trúður en hann hóf vinnu við talsetningar þegar hann talaði fyrir Línuna í örþáttum Osvaldo Cavandolis um Línuna geðþekku árið 1971. Bonomi las inn á alla þættina án handrits enda bjó hann tungumálið, ef slíkt skyldi kalla, sem Línan talaði. Línan er Íslendingum að góðu kunn enda voru þættirnir notaðir sem uppfyllingarefni á RÚV um árabil. Þættirnir eru víða notaðir sem uppfyllingarefni enda eru þeir allir undir þremur mínútum að lengd. Þá var Línan áberandi persóna á árunum í aðdraganda efnahagshrunsins enda lék hún aðalhlutverk í auglýsingaherferð Kaupþings árið 2006. Þá hafði Bonomi reyndar látið af störfum sem Línan. Nýtti Línuna sem fyrirmynd mörgæsar Bonomi talsetti allar persónur í fyrstu fjórum þáttaröðum hinna geysivinsælu barnaþátta um mörgæsina Pingu og fjölskyldu hans. Bonomi nýtti tungumálið sem Línan talaði til að skapa nýtt tungumál fyrir mörgæsirnar. Það er á ensku kallað penguinese, sem gæti útlagst sem mörgæska á íslensku. Þættirnir um Pingu og fjölskyldu hafa notið mikilla vinsælda og voru sýndir hér á landi á Stöð 2. Þá voru þættirnir tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna. Hér að neðan má sjá fyrsta þátt Pingu. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Bonomi fæddist í Mílanó á Ítalíu árið 1937. Hann vann upphaflega fyrir sér sem trúður en hann hóf vinnu við talsetningar þegar hann talaði fyrir Línuna í örþáttum Osvaldo Cavandolis um Línuna geðþekku árið 1971. Bonomi las inn á alla þættina án handrits enda bjó hann tungumálið, ef slíkt skyldi kalla, sem Línan talaði. Línan er Íslendingum að góðu kunn enda voru þættirnir notaðir sem uppfyllingarefni á RÚV um árabil. Þættirnir eru víða notaðir sem uppfyllingarefni enda eru þeir allir undir þremur mínútum að lengd. Þá var Línan áberandi persóna á árunum í aðdraganda efnahagshrunsins enda lék hún aðalhlutverk í auglýsingaherferð Kaupþings árið 2006. Þá hafði Bonomi reyndar látið af störfum sem Línan. Nýtti Línuna sem fyrirmynd mörgæsar Bonomi talsetti allar persónur í fyrstu fjórum þáttaröðum hinna geysivinsælu barnaþátta um mörgæsina Pingu og fjölskyldu hans. Bonomi nýtti tungumálið sem Línan talaði til að skapa nýtt tungumál fyrir mörgæsirnar. Það er á ensku kallað penguinese, sem gæti útlagst sem mörgæska á íslensku. Þættirnir um Pingu og fjölskyldu hafa notið mikilla vinsælda og voru sýndir hér á landi á Stöð 2. Þá voru þættirnir tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna. Hér að neðan má sjá fyrsta þátt Pingu.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira