Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. ágúst 2022 07:00 Séð framan á Model Y. Vilhelm Gunnarsson Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hélt þessu fram á hluthafafundi Tesla sem fram fór á dögunum. Eins og staðan er núna er Toyota Corolla mest seldi bíll heims, um 1.150.000 eintök voru seld á síðasta ári. Til samanburðar seldi Tesla 936.222 bíla samtals á síðasta ári, þar eru taldar með allar undirtegundir framleiðandans. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Tesla er stöðugt að auka sölu á sínum bílum og spár gera ráð fyrir að Tesla selji um 1,3 milljón eintaka á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika með að skaffa íhluti vega innrásar Rússlands í Úkraínu og faraldur kórónaveirunnar. Eins og er gefur Tesla einungis upp opinberlega samanlagðar sölutölur Model 3 og Model Y sem gerir erfitt fyrir að rýna í nákvæmar tölur. En með Gígaverksmiðjunni í Berlín er Tesla að auka framleiðslugetu til muna. Sú verksmiðja mun eingöngu framleiða Model Y. Evrópskar pantanir munu því verða afgreiddar hraðar en áður. Það er því útlit fyrir að Model Y gæti orðið söluhæsta bifreiðin í heiminum á næsta ári. Tesla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hélt þessu fram á hluthafafundi Tesla sem fram fór á dögunum. Eins og staðan er núna er Toyota Corolla mest seldi bíll heims, um 1.150.000 eintök voru seld á síðasta ári. Til samanburðar seldi Tesla 936.222 bíla samtals á síðasta ári, þar eru taldar með allar undirtegundir framleiðandans. Innra rýmið í Tesla Model Y er minimalískt.Vilhelm Gunnarsson Tesla er stöðugt að auka sölu á sínum bílum og spár gera ráð fyrir að Tesla selji um 1,3 milljón eintaka á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika með að skaffa íhluti vega innrásar Rússlands í Úkraínu og faraldur kórónaveirunnar. Eins og er gefur Tesla einungis upp opinberlega samanlagðar sölutölur Model 3 og Model Y sem gerir erfitt fyrir að rýna í nákvæmar tölur. En með Gígaverksmiðjunni í Berlín er Tesla að auka framleiðslugetu til muna. Sú verksmiðja mun eingöngu framleiða Model Y. Evrópskar pantanir munu því verða afgreiddar hraðar en áður. Það er því útlit fyrir að Model Y gæti orðið söluhæsta bifreiðin í heiminum á næsta ári.
Tesla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent