Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 13:32 Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu ásamt Örnu Hálfdánardóttur, markaðsstjóra Örnu og Gunnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Reykjavik Creamery. Aðsend Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann. Bolungarvík Matur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann.
Bolungarvík Matur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira